Íbúðaverð tvöfaldast á átta árum

mbl.is

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá er enn verulegur kraftur í íbúðamarkaði höfuðborgarsvæðisins eftir verulegar hækkanir síðustu mánaða. Íbúðaverð hækkaði um 1,6% í maímánuði; 1,4% á fjölbýli og 2,4% á sérbýli. 

Árshækkun íbúðahúsnæðis hefur ekki verið meiri síðan í nóvember 2017. Mikil eftirspurn virðist enn vera eftir sérbýliseignum sem leiða hækkanirnar áfram, að því er fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landbankans. 

12 mánaða hækkun mælist nú 18,1%. Sérbýliseignum í byggingu hefur fækkað hlutfallslega á síðustu árum og er framboð ekki nægilegt til þess að anna aukinni eftirspurn. Um síðustu áramót voru 20% af íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu sérbýliseignir en voru yfir 40% á árunum 2008 og 2009. 

12 mánaða hækkun fjölbýlis er nú 13,1%. Vegin meðalhækkun íbúðahúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu var 14,6% í mánuðinum. Verð íbúðahúsnæðis hefur nú tvöfaldast á tæplega átta árum, eða frá september 2013. 

Þrátt fyrir að verðbólga sé nú töluvert yfir verðbólgumarkmiðinu hefur raunverð íbúðarhúsnæðis hækkað töluvert á síðustu mánuðum. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4% en íbúðaverð hefur hækkað um 14,6% sem þýðir að raunverð íbúða hefur hækkað um rúmlega 10% á einu ári. Raunverð sérbýlis hefur hækkað mun meira, eða um 13,6%. 

Það er mat hagfræðideildar að eftirspurn eftir fasteignum sé tímabundin og afleiðing lágra vaxta og þeirra aðstæðna sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað, þar sem ferðalög og tækifæri til neyslu eru takmörkuð. Megi því gera ráð fyrir að neysluvenjur fólks og áherslur muni breytast nú þegar faraldrinum er að linna og þar með hægist á eftirspurn eftir stærri og dýrari fasteignum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK