Líklega skammtímalækkun hlutabréfa

Rauðar tölur hafa einkennt kauphöllina í dag.
Rauðar tölur hafa einkennt kauphöllina í dag. Ljósmynd/Aðsend

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn tók dýfu strax í upphafi viðskipta í kauphöllinni í morgun og nú þegar þetta er skrifað stendur lækkun úrvalsvísitölunnar í 3,38%. Snorri Jakobsson, greinandi hjá Jakobsson Capital, segir í samtali við mbl.is að líklega sé um að ræða óróa vegna komandi kosninga og niðurstöðu þeirra. Óvissa eins og jafnan fylgi kosningum leggist illa í fjárfesta.  

„Svo má segja líka að markaðurinn hefur hækkað mikið undanfarin ár og ekki óeðlilegt að menn losi um eignir á einhverjum tímapunkti. Það kemur mér hins vegar aðeins á óvart hvað markaðurinn er seinn að lækka. Ég átti alveg eins von á dýfu í ágúst eða byrjun september.“

Snorri segir að í ástandi eins og núna þar sem verðbólga er há og vextir lágir sé það samt þannig að erfitt er að fá ávöxtun á fé nema á hlutabréfamarkaði eða í verðtryggðum skuldabréfum. Lækkun markaðarins í dag sé því líklega aðeins til skamms tíma.

Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital.
Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital. mbl/Arnþór Birkisson

Snorri segir um muninn á milli Íslands og annarra landa að víða erlendis hafi markaðir verði nokkuð hraustlega verðlagðir fyrir veirufaraldurinn en íslenski markaðurinn á hinn bóginn verið frekar lágt verðlagður. Því sé ekki óeðlilegt að hækkanir hafi verið miklar hér á landi undanfarin misseri.

„Fyrir ári síðan var verð fyrirtækja í kauphöll gjarnan 30-35% undir mínu verðmatsgengi. Nú er verðmatið orðið kannski 3% yfir verði í kauphöll. Það er töluverður viðsnúningur.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK