Eftirlitið með SaltPay undir smásjá

SaltPay hét áður Borgun en skipti um eigendur og nafn …
SaltPay hét áður Borgun en skipti um eigendur og nafn árið 2020 þegar Salt Pay co. keypti það. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur haft greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay undir smásjá síðustu mánuði. Þannig hefur stofnunin fylgst náið með starfseminni vegna kvartana sem borist hafa vegna starfshátta fyrirtækisins. Miklar breytingar urðu á starfsemi fyrirtækisins árið 2020 þegar fyrirtækið, sem þá hét Borgun, var keypt af Salt Pay Co. en það hafði fram að því verið í meirihlutaeigu Íslandsbanka.

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að breytingar sem urðu í kjölfar eigendaskiptanna hafi valdið miklu róti á starfseminni, fjölmörgum reynslumiklum starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum og nýir stjórnendur hafi verið fengnir að borðinu. M.a. hafi tveir forstjórar verið settir yfir fyrirtækið, þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes, en þeir hafa nú báðir horfið frá störfum.

Heimildir blaðsins herma að eftirlitsaðilar hafi haft af því töluverðar áhyggjur að verkaskipting innan fyrirtækisins og skilgreind ábyrgð hafi verið á floti. Þannig mun erindum frá Seðlabankanum hafa verið svarað seint og illa sem sé ekki vel séð á vettvangi fjármálaeftirlitsins.

Nánari umfjöllun er að finna í Viðskiptamogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK