Keppast um að koma kórónuveirupillum á markað

Fyrirtækið mun hefja framleiðslu á lyfinu í þessum mánuði.
Fyrirtækið mun hefja framleiðslu á lyfinu í þessum mánuði. AFP

Japanski lyfjaframleiðandinn Shionogi & Co hefur gefið út að sala á pillum gegn Covid-19 sem fyrirtækið hefur verið að þróa gæti skilað um tveimur milljörðum bandaríkjadala. Spurn eftir slíkum lyfjum sem geta barist gegn vægum tilfellum veirunnar hefur aukist mikið á síðustu mánuðum.

Isao Teshirogi, framkvæmdastjóri Shionogi, segist búast við að hafa reynslugögn á síðari stigum fyrir lyfið í desember og að hann muni síðan skömmu eftir það sækja um samþykki frá stjórnvöldum í Japan.

Fyrirtækið mun hefja framleiðslu á lyfinu í þessum mánuði og býst við að geta framleitt um milljón skammta í byrjun næsta árs.

Vakti góða von

Samkeppni um að koma slíkum lyfjum á markað er hörð. Gögn frá síðari stigum lyfjaþróunar frá framleiðandanum Merck & Co sýndu að þau minnkuðu líkur á sjúkrahúsvist og dauðsfalla um 50 prósent, sem vakti góða von hjá öðrum lyfjaframleiðendum.

Stór lyfjafyrirtæki, þar á meðal Pfizer og Roche Holding AG, eru einnig að þróa slík lyf, en sérfræðingar áætla að árleg sala árangursríkra lyfja gegn Covid-19 gæti verið virði allt að 10 milljarða bandaríkjadala.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK