Gunnar og Gylfi vildu hækka vexti um 0,5%

Frá kynningarfundi í höfuðstöðvum Seðlabanka Íslands.
Frá kynningarfundi í höfuðstöðvum Seðlabanka Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir nefndarmenn af fimm í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson og Gylfi Zoëga, greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur, eins og gert var sjötta október sl. Ásgeir, Rannveig Sigurðardóttir og Katrín Ólafsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni.

Vildu Gunnar og Gylfi hækka vexti meira, eða um 0,5%.

Í fundargerð nefndarinnar, sem birt hefur verið á vef Seðlabankans, segir að helstu rök sem komu fram fyrir því að taka minna skref voru þau að óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur væri enn nokkur. Jafnframt væri óvissa um þróun á vinnumarkaði.

Helstu rök sem fram komu fyrir því að hækka vexti um 0,5 prósentur voru þau að margt benti til þess að efnahagsumsvif hefðu tekið verulega við sér, sem birtist m.a. í töluverðum verðhækkunum á fasteignamarkaði, miklum vexti á útlánum til heimila og skorti á vinnuafli í ákveðnum greinum. Bent var á að þriðjungur fyrirtækja ætti í erfiðleikum með að ráða í lausar stöður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK