Seldi hlutabréf fyrir 650 milljarða

Elon Musk í september í fyrr.a
Elon Musk í september í fyrr.a AFP

Elon Musk, forstjóri Teslu, hefur selt hlutabréf í fyrirtækinu fyrir fimm milljarða dala, eða um 650 milljarða króna. Nokkrir dagar eru síðan hann setti skoðanakönnun á Twitter þar sem hann spurði hvort hann ætti að selja 10 prósent af hlut sínum í fyrirtækinu. Salan núna jafngildir um þremur prósentum.

Musk er ríkasti maður heims með eignir metnar á um 300 milljarða dala.

Hann gaf þó ekki í skyn að skoðanakönnunin óhefðbundna sem hann birti á Twitter á laugardaginn hafi verið á bak við ákvörðunina.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK