Þjálfa fólk til að kenna rafíþróttir

Jósep Þórhallsson framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Weird Pickle.
Jósep Þórhallsson framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Weird Pickle.

Sprotafyrirtækið Weird Pickle kemur að stofnun nýs fyrirtækis, ECA, sem hefur þann megintilgang að þjálfa fólk til að kenna börnum á aldrinum sex til sextán ára rafíþróttir.

Jósep Þórhallsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Weird Pickle, segir að markmiðið sé að skapa heilbrigt andrúmsloft, bæði líkamlega og andlega, í kringum greinina. „Við fundum fyrir mikilli þörf á þessari þjónustu um allan heim, enda er gríðarleg gróska í rafíþróttaheiminum. Grasrótin vill gleymast því flestir eru að fylgjast með toppleikmönnunum, sem eru kannski bara eitt prósent af öllum iðkendum,“ segir Jósep í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann segir að nú þegar séu viðræður í gangi við skóla og íþróttafélög erlendis.

Stofna heilbrigð fyrirtæki

Weird Pickle hefur óvenjulegt viðskiptalíkan að því leyti að það er annars vegar hönnunarstofa og hins vegar Startup Studio. Jósep segir að markmiðið með þessu sé að styðja við og stofna heilbrigð fyrirtæki.

Hann segir einnig að hlutverkin styðji hvort annað. „Sem Startup Studio tökum við að okkur verkefni fyrir utanaðkomandi aðila, hjálpum sprotum við alþjóðlegan vöxt og fjármögnun en á sama tíma búum við til einstök fyrirtæki frá grunni í samstarfi við hæfileikaríka frumkvöðla.“

Þjónusta fyrirtækisins felst í viðskiptaþróun, stefnu og mörkun fyrirtækja.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK