Ísland geti sótt betur borgandi ferðamenn

Það að byggja upp innviði fyrir fágætisferðaþjónustu kallar á miklar fjárfestingar, en það skilar sér að lokum. Sá tiltekni markhópur sem heyrir undir fágætisferðamennsku er kröfuharður og því þurfa að þjónusta og gæði að standa undir þeim kröfum.

Þetta sagði Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu í viðskiptaþætti Dagmála í vikunni, en hún og Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, ræddu þar um mikilvægi fágætisferðaþjónustu hér á landi og hvaða þýðingu það hefur að fá til landsins betur borgandi ferðamenn.

Þau segja að Ísland hafi allt til að bera til að standa undir þeim kröfum sem slíkir ferðamenn gera. Helga segir þó að aðilar leggi ekki út í rekstur í ferðaþjónustu nema vera búnir að byggja upp innviði í miklum gæðum fyrst.

„Það er verið að byggja hér upp baðstaði út um allt land, sem er frábært. En það er enginn að fara af stað nema að byggja með miklum myndarbrag, leggja mikla fjármuni að veði út af því að þeir skilja það og skynja að það skilar sér,“ sagði Helga.

Áskrifendur geta horft á viðtalið í heild sinni hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK