Starfsmenn SpaceX óánægðir með Musk

Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla.
Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla. AFP

Starfsmenn SpaceX, geimrannsóknarfyrirtækis Elon Musks, hafa sent opið bréf til yfirmanna fyrirtækisins þar sem þeir eru beðnir um að hafa hemil á Musk.

Starfsmennirnir segja að Musk hafi niðurlægt þá og fyrirtækið ítrekað með hegðun sinni á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega á Twitter, sem auðkýfingurinn er nú að reyna að eignast. 

Í bréfinu segir að Musk sé talsmaður fyrirtækisins og í hvert skipti sem hann sendir út yfirlýsingu á Twitter komi það illa út fyrir fyrirtækið og sé ekki til marks um gildi starfsmanna SpaceX. 

Talið er að hundruð starfsmanna styðji yfirlýsinguna.


 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK