Musk segir Twitter svíkja samning

Elon Musk ásakar Twitter um að leyna samingsbundnum upplýsingum.
Elon Musk ásakar Twitter um að leyna samingsbundnum upplýsingum. AFP/TED CONFERENCES/Ryan LASH

Elon Musk, forstjóri Tesla, hótar að draga til baka tilboð sitt í samfélagsmiðilinn Twitter. Hann segir að fyrirtækið virði skyldur sínar til að veita upplýsingar um gerviaðganga að vettugi.

Musk hefur áður sagt að aðgangar að samfélagsmiðlinum sem eru í raun vélmenni (e. bots) séu fjórum sinnum fleiri en Twitter áætlar.

Twitter fari gegn ákvæðum samningsins

Í skjali sem sent var til verðbréfaeftirlitsaðila segir meðal annars að Twitter hafi farið gegn ákvæðum samningsins sem snúa að skyldum sínum og Musk ásalar sé rétt til þess að klára ekki viðskiptin.

„Herra Musk telur Twitter vera vísvitandi að neita samningsbundnum skyldum sínum sem ýtir undir grunsendir um að fyrirtækið haldi þeim leyndum vegna áhyggjum af því sem greiningar herra Musk gætu afhjúpað,“ segir í sjalinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert