Vill að sveitarfélög auki við lóðaframboð

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Morgunblaðið/ Árni Sæberg

Aðgerðir Seðlabankans, sem munu draga úr lánamöguleikum fyrir fyrstu kaupendur íbúða, hafa fyrst og fremst áhrif á eftirspurn á íbúðamarkaði. Það er þó framboðsvandinn á íbúðamarkaði sem þarf að leysa.

Þetta segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, í grein í ViðskiptaMogganum.

Ingólfur bendir á að mikill skortur hafi verið á íbúðum undanfarið og að framboð íbúða sé rétt um fjórðungur þess sem var fyrir ríflega tveimur árum. Þá hafi sölutími íbúða verið styttri en áður hefur mælst hér á landi.

„Líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) bendir á í nýjustu skýrslu sinni um íslenskt efnahagslíf hefur fjölgun íbúða ekki haldið í við fjölgun íbúa í landinu undanfarin ár. Skorturinn hefur þrýst verði upp en húsnæðisverð hefur hækkað um 24% á höfuðborgarsvæðinu á síðustu 12 mánuðum. Verðhækkanirnar hafa einnig verið miklar á öðrum landsvæðum,“ segir Ingólfur í greininni.

Hann segir að framboð nýrra íbúða hafi verið takmarkað af framboði lóða og bendir á að lóðaskortur sé takmarkandi þáttur fyrir íbúðauppbyggingu. Að auki bætast við hækkanir á hrávörum, tafir á flutningum og skortur á vinnuafli sem allt getur tafið fyrir nauðsynlegri uppbyggingu.

„Breyta þarf skipulagi, auka framboð á lóðum og hvetja til uppbyggingar á húsnæðismarkaði til að koma jafnvægi á markaðinn,“ segir Ingólfur.

„Sannfærandi aðgerðir stjórnvalda í þessum málum eru til þess fallnar að draga úr væntingum um íbúðaskort og verðhækkun íbúða. Slíkar aðgerðir geta haft áhrif strax þó svo að framboð nýrra íbúða aukist síðar, en byggingartími nýrra íbúða er um og yfir tvö ár.“

Loks segir Ingólfur að sveitarfélög verði að vera hluti af lausninni og leggja sitt af mörkum til að ráðist verði í aðgerðir strax. Ábyrgð sveitarfélaganna á framboðsvandanum sé mikil í þessum efnum.

Hægt er að lesa grein Ingólfs í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK