Eignir lífeyrissjóða dragast saman

Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í húsi verslunarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eignir lífeyrissjóðanna voru tæplega 6.386 milljarðar í lok júní en voru 6.747 milljarðar um síðustu áramót. Hafa eignirnar því dregist saman um 5,4% að nafnvirði eða um rúmlega 361 milljarð króna.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Að raunverði hafa eignirnar dregist meira saman á tímabilinu eða um 10,8%.

Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabankans um eignasafn lífeyrissjóðanna.

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir gengi hlutabréfa á erlendum mörkuðum hafa lækkað auk þess sem styrking krónunnar leiði til lækkunar á erlendu eignunum í íslenskum krónum. Verðmæti innlendra hlutabréfa hafi einnig minnkað á tímabilinu en þó eitthvað gengið til baka í júlí.

Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða var við árslok 2021 komið upp í tæp 36% en hefur lækkað og var rúm 32% í lok júní 2022.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK