Aukinn hagnaður hjá Dalsnes

Dalsnes er eigandi Innness.
Dalsnes er eigandi Innness. Unnur Karen

Hagnaður Dalsness ehf., sem er móðurfélag heildverslunarinnar Innness og fleiri félaga, nam í fyrra tæpum 722 milljónum króna en var 20 milljónir króna árið áður. Hagnaður fyrir skatta var tæpur 1,1 milljarður króna. Tekjur félagsins námu um 14,4 milljörðum króna og jukust um tæpa 1,3 milljarða á milli ára. Eigið fé var í árslok um 12,8 milljarðar.

Dalsnes er fjárfestingafélag en undir samstæðuna heyra meðal annars vínheildsalan Vínnes, heildsalan Innnes og fasteignafélagið Hvítárnes. Þá á félagið helmningshlut í Lindarvatni, sem stendur fyrir uppbyggingu hótels við Austurvöll. Félagið er að fullu í eigu Ólafs Björnssonar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK