Ekki vinna heldur lífsstíll

Issi segir deginum ljósara að gosið í ár sé túristagos.
Issi segir deginum ljósara að gosið í ár sé túristagos. Ari Páll Karlsson

Matarvagninn Fish&chips var nýverið opnaður við gosstöðvarnar á nýjan leik. Jóhann Issi Hallgrímsson, alltaf kallaður Issi, segir verkefnið snúast um að veita þjónustu en ekki að hafa fé af túristum.

„Þetta gengur eins og við var að búast. Þetta er bara svona rennerí. Þótt það sé mikið af fólki þarna þá er ekkert brjáluð sala eða þannig,“ segir Issi. „Það eru margir vel nestaðir, sem er allt í lagi.“

Hann segir deginum ljósara að gosið í ár sé túristagos. „Það eru túristar núna en Covid þegar ég var síðast,“ segir hann um muninn milli gosa en hér var hann einnig í fyrra. Enn sé þó svipað hlutfall fólks sem mætir að gosinu óferðbúið. „Fólk fer þarna upp í hvítum nýjum Converse-skóm og gallabuxum,“ segir hann og bætir við að hann vari fólk alltaf við því að fara óundirbúið í göngu til að að berja gosið augum.

Af þeim sökum hafi hann bætt í þjónustuna og hafið sölu á höfuðljósum og fleira öryggisbúnaði.

Höfuðljós og plástrar

„Ég er með höfuðljós því daginn er tekið að stytta og síðan er ég með plástrapakka á góðum prís; hælsærisplástra og þess háttar. Það er allt í lagi að veita einhverja smá þjónustu þarna án þess að láta þá missa handlegg við að kaupa plástur.“ Issi segist ekki í leit að skammtímagróða.

„Ég er ekki mættur þarna til að moka einhverju út í túristana og hækka verðið í botn. Það er ekki sú landkynning sem ég vil að þeir fái,“ segir hann og kveðst að þessu fyrir þjónustu við almenning. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK