Risastór viðburður á markaðnum

Bjallan í kauphöllinni.
Bjallan í kauphöllinni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Endurflokkun vísitölufyrirtækisins FTSE Russell á íslenska hlutabréfamarkaðnum, sem tekur gildi 19. september nk., er risastór viðburður á íslenskum hlutabréfamarkaði að sögn Ellerts Hlöðverssonar, forstöðumanns verðbréfamiðlunar Íslandsbanka.

Hann segir að Íslandsbanki eins og aðrir markaðsaðilar hafi undirbúið sig vel enda sé mikilvægt að nægt framboð af bréfum verði í boði þegar stórir vísitölusjóðir eins og Vanguard byrji að kaupa bréf í íslenskum hlutafélögum.

Ellert segir að samtals sé von á yfir sextíu milljarða hlutabréfakaupum vegna endurflokkunarinnar. Kaupin muni þó eiga sér stað í þremur jöfnum hlutum. Því sé von á um eða yfir tuttugu milljarða viðskiptum í tengslum við þennan viðburð. Viðbúið er að mestu viðskiptin verði með stærstu félögin; Marel, Íslandsbanka og Arion banka. Ellert segir að erlendir vísitölusjóðir séu ný tegund fjárfesta sem lítið hafa verið á íslenskum markaði hingað til. Þeir skeri sig frá ýmsum öðrum fjárfestum að því leyti að þeir reyna að endurspegla verðmyndun markaðarins í heild og taka því minni afstöðu til einstakra félaga.

Grunnur gjaldeyrismarkaður

Magnús Harðarson forstjóri kauphallarinnar segir að ástæðan fyrir því að Ísland er tekið inn í nýmarkaðsflokkinn í þremur skrefum sé að erlendu fyrirtækin hafi áhyggjur af því að íslenski gjaldeyrismarkaðurinn sé of grunnur. Það að hleypa öllu af stað í einu myndi hafa of mikil áhrif á gengi krónunnar. Það myndi raska gjaldeyrismarkaðnum.

Lesa má nánar um málið í ViðskiptaMogganum í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK