Hækka stýrivexti um 0,75 prósent í þriðja sinn

Seðlabanki Bandaríkjanna.
Seðlabanki Bandaríkjanna. AFP

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentustig í dag til að sporna gegn verðbólgu. 

Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem bankinn hækkar stýrivexti um 0,75 stig en markmiðið er að minnka verðbólguna niður í tvö prósent. Verðbólgan hefur ekki verið meiri þar í landi í fjörutíu ár.

Stýrivextir í Bandaríkjunum eru því nú á bilinu 3-3,25% en samkvæmt tilkynningu frá bankanum verða stýrivextir hækkaðir enn meira á komandi misserum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK