Ný þjóðhagsspá ÍSB: Vágesturinn verðbólgan staldrar við

mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Íslandsbanki birti í morgun nýja þjóðhagsspá, sem segja má að innihaldi bæði skin og skúrir. Spá bankans gerir ráð fyrir 7,3% hagvexti í ár, sem er mesti hagvöxtur í 15 ár, en að hann verði mun minni á næsta ári, 2,2%, og 2,4% árið 2024.

Þá spáir bankinn því að verðbólgan verði að meðaltali 6,3% á næsta ári og 3,9% árið 2024, og að stýrivextir fari í 6% fyrir árslok en að um mitt næsta ár hefjist hægfara lækkun. Þeir óvissuþættir sem taldir eru upp eru ekki nýir af nálinni, en þeir eru meðal annars þróun átaka í Úkraínu, áhrif verðbólgu og hækkandi vaxta í helstu viðskiptalöndum, komandi kjarasamningar hér á landi, hvort aðhald Seðlabankans skili árangri og það hvort húsnæðismarkaður nái jafnvægi.

Fram kemur í spánni að ferðaþjónustan sé komin á gott skrið og að útlit sé fyrir að tekjur af hverjum ferðamanni fari vaxandi. Mikilvægt sé að viðhalda þeirri þróun. Fram kemur að krónan haldi áfram að styrkjast en kaupmáttur launa sé þó farinn að rýrna og farið sé að hægja á einkaneyslu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK