Miklar lækkanir í Kauphöllinni

Kauphöllin.
Kauphöllin. mbl.is/Þórður

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,6% nú í morgun, en næstum því öll skráðu félögin hafa lækkað í viðskiptum í morgun. Mesta lækkunin hefur verið á bréfum Eimskipafélags Íslands, um 3,9%, og hjá Festi og VÍS, um 3,6%.

Fyrr í morgun kynnti Seðlabankinn ritið Fjármálastöðugleika, en þar er m.a. vísað til þess að alþjóðlegar efnahagshorfur hafi versnað að undanförnu sem kunni að hafa áhrif á íslenskan þjóðarbúskap.

Þá áréttaði fjármálastöðugleikanefnd að hún myndi áfram beita stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika.

Í morgun komu einnig tölur frá Hagstofunni, en verðbólga er nú komin niður í 9,3%, sem er örlítið lægri verðbólga en greiningaraðilar höfðu spáð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK