Útiloka fyrirtæki af listanum

Creditinfo kynnir nýjasta listann yfir Framúrskarandi fyrirtæki á morgun. Í fyrsta sinn eru fyrirtæki útilokuð vegna mælikvarða um sjálfbærni. Fyrirtæki, sem sæta stórfelldum rannsóknum, hafa nú verið fjarlægð af listanum.

Þetta staðfestir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi í samtali í Dagmálum þar sem hún er gestur ásamt dr. Gunnari Gunnarssyni, forstöðumanni greiningar og ráðgjafar hjá fyrirtækinu.

Þau segja að nú sé í fyrsta sinn lagður hlutlægur mælikvarði á sjálfbærni fyrirtækja og að þau starfi í sátt við samfélagið sem þau eru hluti af. Enn er verið að móta mælikvarðana og huglægt mat kemur þar við sögu. Á hinn bóginn er nú í fyrsta sinn gerð krafa um að fyrirtæki af tiltekinni stærð svari spurningalista um sjálfbærni í rekstri þeirra. Þau fyrirtæki sem falli undir þær kröfur og skili ekki svörum þar um séu sjálfkrafa tekin af listanum yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Þá hafa tiltekin fyrirtæki einnig verið fjarlægð af listanum á grundvelli þeirra svara sem borist hafa.

Viðtalið við Hrefnu Ösp og dr. Gunnar má nálgast hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK