Forstjóri Vodafone lætur af störfum

Fjarskiptafyrirtækið greindi óvænt frá þessu.
Fjarskiptafyrirtækið greindi óvænt frá þessu. AFP

Nick Read, forstjóri Vodafone á heimsvísu, er að láta af störfum eftir fjögurra ára starf. Fjarskiptafyrirtækið greindi óvænt frá þessu í tilkynningu.

Hann hættir í lok desember eftir að hafa starfað í yfir 20 ár hjá fyrirtækinu.

Margherita Della Valle, fjármálastjóri Vodafone, tekur við forstjóraembættinu til bráðabirgða.

Fyrr á árinu féllu hlutabréf í Vodafone umtalsvert og sagðist Read í tilkyninngu vera sammála stjórninni um að núna væri rétti tíminn til að láta nýjan leiðtoga fá keflið.  

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK