Lokið fjármögnun á tveimur Boeing 737 MAX 8

Vélarnar sem um ræðir eru nú í fullri eigu Icelandair …
Vélarnar sem um ræðir eru nú í fullri eigu Icelandair sem keypti þær fyrir handbært fé síðastliðið haust. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair hefur lokið fjármögnun á tveimur Boeing 737 MAX 8 flugvélum í samstarfi við Itasca Re og þýska bankann NORD/LB. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en um er að ræða tryggingavarða fjármögnun. Heildarfjárhæð fjármögnunarinnar er um 67 milljónir Bandaríkjadala.

Vélarnar sem um ræðir eru nú í fullri eigu Icelandair sem keypti þær fyrir handbært fé síðastliðið haust.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að tilkynna um þessa mikilvægu fjármögnun í samstarfi við NORD/LB og Itasca Re. Mikil samkeppni var um aðkomu að þessu verkefni. Það skilaði sér í mjög samkeppnishæfum kjörum og staðfestir jafnframt trú fjárfesta á virði og styrkleikum MAX vélanna og ekki síður trú þeirra á Icelandair og viðskiptalíkan félagsins,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK