Yfirtökuskylda mun ekki skapast í Origo

Gunnar Páll Tryggvason er framkvæmdastjóri Alfa framtaks sem rekur sjóðinn …
Gunnar Páll Tryggvason er framkvæmdastjóri Alfa framtaks sem rekur sjóðinn sem nú hefur gert valkvætt yfirtökutilboð í hlutabréf Origo. Hallur Már

„Það er rétt að halda því til haga að við erum með þetta valkvæða tilboð en höfum verið að uppfylla öll skilyrði fyrir skyldubundnu tilboði og þegar tiboðinu lýkur 22. febrúar ber okkur ekki skylda til þess að kaupa fleiri bréf af einum eða neinum.“

Þetta segir Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa framtaks, en sjóður í stýringu fyrirtækisins hefur gert öllum hluthöfum Origo tilboð í bréf þeirra á genginu 101 en tilboðsfresturinn rennur út 22. febrúar næstkomandi.

Þegar tilboðið var lagt formlega fram var sjóðurinn kominn með tæplega 30% hlut í fyrirtækinu en tilboðsverðið er 14,4% yfir veltuleiðréttu meðalverði hlutabréfa Origo að teknu tilliti til sölu Origo á hlut sínum í fyrirtækinu Tempo til erlendra aðila fyrir á þriðja tug milljarða undir lok síðasta árs.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK