Play flýgur til Feneyja

Flogið verður til Feneyja á Ítalíu í sumar.
Flogið verður til Feneyja á Ítalíu í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Play mun fljúga til Feneyja á Ítalíu í sumar og verður fyrsta flugið 29. júní. Áætlunin stendur út september. Flogið verður tvisvar í viku, eða á fimmtudögum og sunnudögum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.

Play flaug til Bologna síðasta sumar og var ítalska borgin á meðal vinsælustu áfangastaða flugfélagsins í fyrra. Ákvað Play því að bjóða upp á Bologna í leiðakerfi sínu í sumar og bæta þar að auki við sig Feneyjum.

„Það er virkilega ánægjulegt að geta stækkað við okkur á Ítalíu. Þetta land nýtur svo mikilla vinsælda meðal Íslendinga og þess vegna finnst okkur mikilvægt að auka framboðið til Ítalíu og þar með samkeppnina sem verður alltaf til þess að flugmiðaverðið lækkar, neytendum til hagsbóta,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK