Nýir eigendur taka við Origo á morgun

Gunnar Páll Tryggvason er framkvæmdastjóri Alfa framtaks sem rekur sjóðinn …
Gunnar Páll Tryggvason er framkvæmdastjóri Alfa framtaks sem rekur sjóðinn sem nú tekur yfir meirihluta í Origo. Hallur Már

Nýir eigendur munu eignast 63% hlut í Origo að loknu valfrjálsu tilboði til annarra hluthafa félagsins. Hér er um að ræða félagið AU 22 ehf., sem er í eigu Umbreytingar II slhf., framtakssjóðs í rekstri Alfa framtaks.

Félagið keypti um fjórðungshlut í Origo um miðjan desember sl. og lagði í kjölfarið fram valfrjálst tilboð til annarra hluthafa. Þegar tilboðið var formlega lagt fram, um miðjan janúar sl., hafði AU 22 ehf. eignast tæplega 30% hlut í félaginu. Valfrjálsa tilboðið var lagt fram á genginu 101 kr. á hlut.

Um helmingur hluthafa Origo samþykkti tilboðið og bárust samþykki fyrir sem nemur 33,7% alls hlutafjár.

Í flöggun til Kauphallarinnar síðdegis í gær kom fram að Birta lífeyrissjóður, sem átti um 10,9% hlut fyrir tilboðið, hefði selt sig niður í 6,4% hlut. Þá seldu Lífeyrissjóður verslunarmanna (sem átti 10% hlut) og lífeyrissjóðurinn Stapi (sem átti 7,2% hlut) alla sína hluti í félaginu. Þá hafði Samkeppniseftirlitið tilkynnt AU 22 ehf. að ekki væru forsendur til þess að aðhafast vegna tilboðsins og þar með var eina skilyrði tilboðsins uppfyllt.

Greiðsla til þeirra sem samþykktu tilboðið og afhending hluta til AU 22 ehf. fer fram á morgun, 1. mars. AU 22 ehf. hefur því öðlast yfirráð í Origo hf. í skilningi laga en er þó ekki skylt að gera yfirtökutilboð í félagið.

Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa framtaks, sagði mörg tækifæri blasa við hvað viðkemur Origo í viðtali við Dagmál á mbl.is í byrjun febrúar. Fyrir liggur vilji nýrra eigenda til að skrá félagið af markaði en Origo er í dag minnsta skráða félagið í Kauphöllinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK