Lækka verð um 10% til að sporna gegn verðbólgu

Hrefna Lind Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Bestseller.
Hrefna Lind Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Bestseller. Ljósmynd/Aðsend

Fimm verslanir Bestseller á Íslandi hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum til að sporna við frekari verðlagshækkunum og hærri verðbólgu með því að lækka vöruverð um 10% í þessum mánuði.

Verslanirnar eru Vero Moda, Jack & Jones, VILA, Selected og Name It. Í tilkynningu Bestseller kemur fram að launa- og kostnaðarverðshækkanir hjá fyrirtækjum virðist vera velt beint út í verðlagið sem mælist í hærri verðbólgu og aftur setur þrýsting á enn frekari launahækkanir. Það þurfi sameiginlegt átak ríkis, launþega og atvinnulífs til þess að snúa þessari þróun við.

„Við áttum okkur á því að verðbólgan er sameiginlegt verkefni okkar allra og hún kemur illa niður á samfélaginu í heild. Það er okkar skoðun að allir verði að leggja sitt af mörkum til að draga úr verðlagshækkunum og hægja á þeirri verðlagsþróun sem við höfum séð undanfarna mánuði. Við skorum á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama,“ er haft eftir Hrefnu Lind Heimisdóttur, framkvæmdastjóra Bestseller, sem rekur ofangreindar verslanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK