Verðbólgan komin yfir 10%

Verðbólgan er nú komin yfir 10% í fyrsta skipti síðan …
Verðbólgan er nú komin yfir 10% í fyrsta skipti síðan árið 2009. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðbólgan mælist nú yfir 10% í fyrsta skipti síðan í september 2009. Hefur vísitalan verið rétt undir tveggja tölustafa markinu frá því í júlí í fyrra og tvisvar á því tímabili mælst 9,9%. Í febrúar skýst hún hins vegar yfir tíu prósentin og mælist 10,2% samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.

Vísitala neysluverðs stendur nú í 577,3 stigum og hækkar um 1,39% frá fyrra mánuði. Meðal áhrifavalda í þetta skiptið er 8,7% hækkun á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. sem hækkar um 8,7% milli mánaða og hefur áhrif á vísitöluna um 0,53 prósentustig. Hækkar þessi vöruflokkur jafnan í febrúar eftir janúarútsölur. Þá hækkar verð á mat- og drykkjavöru um 1,9% sem hefur áhrif á vísitöluna um 0,3 prósentustig og verð á fötum og skóm hækkar um 6,8% sem hefur 0,21 prósentustiga áhrif á vísitöluna.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis mælist nú 479,4 stig og hækkar um 1,81% frá fyrra mánuði. Mælist tólf mánaða hækkun þeirrar vísitölu 8,9%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK