Samþykkja hlutafjáraukningu Ljósleiðarans

Ljósleiðarinn hét áður Gagnaveita Reykjavíkur og þar áður Lína.net.
Ljósleiðarinn hét áður Gagnaveita Reykjavíkur og þar áður Lína.net.

Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð, sem eru eigendur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og endanlegir eigendur Ljósleiðarans ehf., hafa samþykkt að auka hlutafé félagsins og bjóða nýjum hluthöfum það til kaups.

Í tilkynningu frá Ljósleiðaranum kemur fram að fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hafi verið ráðin sem ráðgjafi til að hafa umsjón með sölu á nýju hlutafé.

Þá kemur fram að markmið hlutafjáraukningar sé að „efla Ljósleiðarann ehf. til lengri tíma litið á heildsölumarkaði fjarskipta og nýta tækifæri sem núverandi uppbygging á nýjum öflugri fjarskiptalandshring Ljósleiðarans mun leiða af sér,“ eins og það er orðað í tilkynningunni.

Morgunblaðið hefur áður fjallað um málefni Ljósleiðarans. Félagið er mikið skuldsett en hefur þrátt fyrir það tekið á sig fjárhagslegar skuldbindingar, meðal annars með kaupum á innviðum Sýnar fyrir um þrjá milljarða króna. Þá greindi Morgunblaðið frá því að Ljósleiðarinn hefði tekið dýr lán á síðasta ári til að fjármagna frekari vöxt og rekstur félagsins.

Hluthafafundur Ljósleiðarans samþykkti í október sl. að ráðast í aukningu hlutafjár, þó með fyrirvara um staðfestingu frá eigendum OR (Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð). OR á nú allt hlutafé Ljósleiðarans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK