Laun hafa hækkað of mikið

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nokkra óvissu í efnahagsmálum þjóðarinnar um …
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nokkra óvissu í efnahagsmálum þjóðarinnar um þessar mundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vísbendingar um að mörg fyrirtæki ráði illar við umsamdar launahækkanir. Þá segir hann að vextir hefðu mátt vera hærri lengur en þeir hafa verið.

„Mér finnst ástæða til að hafa áhyggjur þegar fyrirtæki sem hafa verið í ágætis rekstri byrja að sýna taptölur og launahlutföllin eru að hækka töluvert mikið. Það eru komnar fram vísbendingar í sumum uppgjörum um að fyrirtæki ráði illa við þær launahækkanir sem um hefur verið samið.

Það er ótvírætt þannig og nú þurfum við aftur að finna góðan jafnvægispunkt. Við þurfum að lesa í aðstæður og bregðast við eftir þörfum. Við höfum lagt megináherslu á að ná aftur jöfnuði í ríkisfjármálum, styðja við lækkun verðbólgunnar og verja viðkvæmu hópana fyrir áhrifum verðbólgunnar meðan hún varir,“ segir Bjarni.

Verið að endurstilla væntingar

Ítarlega er rætt við hann um skuldastöðu ríkissjóðs og stöðu efnahagsmála á miðopnu ViðskiptaMoggans í dag.

„Og það verður að segjast eins og er að það er ákveðin óvissa. Við sjáum það til dæmis í Kauphöllinni þegar við fáum þriðju mestu kauphallarlækkun á einum degi frá 2009 [í byrjun mánaðarins]. Þetta eru stórir atburðir. Þeir endurspegla óöryggi og óvissu, ákveðna hræðslu og endurstillingu. Það er verið að stilla upp á nýtt,“ sagði Bjarni m.a.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK