Selja starfsemi í Rússlandi á 1 evru

Fyrirtækið telur heildartap vegna ákvörðunarinnar vera um 44 milljarða.
Fyrirtækið telur heildartap vegna ákvörðunarinnar vera um 44 milljarða. AFP

Hollenski bjórframleiðandinn Heineken hefur ákveðið að draga sig út úr Rússlandi og hefur selt alla starfsemi á landinu á 1 evru, eða um 144 íslenskar krónur.  

Fyrirtækið hefur áframselt framleiðsluna til Arnest hópsins, stærsta framleiðanda Rússlands á snyrtivörum, heimilisvörum og málmumbúðum.

Heildartap Heineken vegna ákvörðunarinnar er 300 milljónir evra, eða rúmir 44 milljarðar íslenskra króna, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.

Vildu tryggja störf rússneskra starfsmanna

Heineken, líkt og önnur vestræn stórfyrirtæki, hét því að stöðva starfsemi í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu en hlaut talsverða gagnrýni fyrr á árinu þegar fyrirtækið var ásakað um að halda áfram sölu þrátt fyrir fögru orðin. 

Fyrirtækið birti afsökunarbeiðni í mars og baðst forláts á misvísandi upplýsingum varðandi ákvörðunina um að yfirgefa landið. Sagði í yfirlýsingu þess að Heineken ætti í erfiðleikum með að finna rússneskan kaupenda en það vildi tryggja störf rússneskra starfsmanna sinna áður en það yfirgæfi landið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK