Þúsund blaðsíður um sjónarmið Samskipa

Páll Gunnar Pálsson forstjóri SKE segir sjónarmið Samskipa koma ítarlega …
Páll Gunnar Pálsson forstjóri SKE segir sjónarmið Samskipa koma ítarlega fram í skýrslu SKE. Samsett mynd

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir mjög ítarlega fjallað um sjónarmið Samskipa í skýrslu eftirlitsins um brot fyrirtækisins á samkeppnislögum. Hann segir því lítið við að bæta varðandi ásakanir Samskipa um rangfærslur eftirlitsins.

Samskip sögðu í yfirlýsingu í gær að skýrslan byggði á mistúlkunum og rangfærslum og að ómögulegt hefði verið fyrir starfsmenn fyrirtækisins að verða að öllum kröfum eftirlitsins.

„Ekkert við það að bæta“

Inntur eftir viðbrögðum segir Páll skýrsluna ansi ítarlega og því svara því sem svara þurfi.

„Í ákvörðun í köflum 24-34, sem er reifun upp á einhverjar þúsund blaðsíður, er gerð ítarleg grein fyrir sjónarmiðum Samskipa sem þau koma á framfæri í málinu. Þau sjónarmið voru vegin og metin og komist að niðurstöðu. Það er ekkert við það að bæta,“ segir Páll í samtali við mbl.is.

Í tilkynningu Samskipa sagði meðal annars að fullyrðingar um að þáverandi forstjóri Eimskips og forstjóri Samskipa hafi verið í sama vinahóp væru ósannar og að eftirlitið hafi mistúlkað lykilgagn í málinu til að falla að eigin kenningum. Þá segir einnig að ómögulegt hafi verið fyrir starfsfólk Samskipa að verða við ítarlegum upplýsingabeiðnum Samkeppniseftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK