Fjárfestar upplýstir um nýja áhættu

Fjárfestar geta enn dregið áskrift sína að bréfum í félaginu …
Fjárfestar geta enn dregið áskrift sína að bréfum í félaginu til baka. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fjárfestar í almennu útboði hlutafjár Ísfélagsins hf. sem nú stendur yfir og lýkur föstudaginn 1. desember nk. fengu sendar upplýsingar í tölvupósti í gær um nýjan áhættuþátt er varðar starfsemi fyrirtækisins.

Lýsir hinn nýi áhættuþáttur þeirri áhættu er stafar að Ísfélaginu hf. í Vestmannaeyjum, rekstri þess og afkomu, verði rof eða annars konar tjón á aðflutningsæðum neysluvatns og rafmagns til Vestmannaeyja.

Eins og greint hefur verið frá á mbl.is  losnaði akkeri Hugins VE sem var á kolmunnaveiðum sl. föstudagskvöld. Festist akkerið í vatnslögninni til Vestmannaeyja og er lögnin mikið skemmd þó full af­köst séu um þess­ar mundir samkvæmt frétt mbl.is. Þar segir einnig að ljóst þyki þó að ekki sé hægt að gera við hana og því þurfi að leggja nýja vatns­lögn. 

Hægt að afturkalla

Í póstinum segir einnig að þeim fjárfestum sem hyggjast nýta sér réttinn til afturköllunar skulu gera einhverjum umsjónaraðila útboðsins viðvart þar um en réttur til afturköllunar áskriftar fjárfestis vegna birtingar viðauka við lýsingu, fellur niður á miðnætti fimmtudaginn 30. nóvember næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK