Leitar til dómstóla í annað sinn

Arna McClure, fv. yfirlögfræðingur Samherja, hefur leitað til dómstóla á …
Arna McClure, fv. yfirlögfræðingur Samherja, hefur leitað til dómstóla á ný.

Arna McClure, fv. yfirlögfræðingur Samherja, mun aftur láta reyna á það fyrir dómi að fá samþykkta kröfu sína um að rannsókn héraðssaksóknara á hendur henni verði úrskurðuð ólögmæt og felld niður.

Arna hefur nú haft réttarstöðu sakbornings í tæp fjögur ár í rannsókn héraðssaksóknara vegna meintra brota Samherja í Namibíu.

Morgunblaðið greindi frá því í janúar í fyrra þegar Arna höfðaði mál þar sem farið var fram á að rannsókn á henni yrði hætt. Héraðsdómur hafnaði kröfunni og Landsréttur staðfesti þá höfnun í mars sl.

Aldrei upplýst um sakarefnið

Í greinargerð sem lögmaður Örnu hefur sent Héraðsdómi Reykjavíkur kemur fram að Arna hafi aldrei í málinu, hvorki við skýrslutöku né í öðrum gögnum málsins, verið upplýst um meint sakarefni.

Þegar málið var höfðað í fyrra hafði Arna ekkert heyrt frá héraðssaksóknara í 17 mánuði, eða frá því að hún var kölluð í skýrslutöku í ágúst 2021. Nú eru liðnir 30 mánuðir frá því að Arna var boðuð í skýrslutöku.

Embættið slitið samskipti úr samhengi

Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Þar kemur meðal annars fjallað um greinargerð lögmanns Örnu, sem heldur því fram að héraðssaksóknari hafi veitt dómstólum rangar upplýsingar á fyrri stigum málsins auk þess sem embættið hafi slitið tölvupóstssamskipti úr samhengi í þeim tilgangi að viðhalda réttarstöðu hennar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK