Landsréttur hafnaði kröfu Örnu

Arna McClure er enn með stöðu sakbornings, eftir að Landsréttur …
Arna McClure er enn með stöðu sakbornings, eftir að Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms. Ljósmynd/Samherji

Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, er enn með stöðu sakbornings í máli vegna meintra brota í Namibíu, en hún áfrýjaði úrskurði héraðsdóms í málinu fyrr í mánuðinum. Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms og hafnaði kröfu Örnu. Þett staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is, en úrskurðað var í málinu fyrr í dag.

Arna hef­ur haft rétt­arstöðu sak­born­ings í tæp þrjú ár, en hún byggði kröfu sína á tíma­lengd máls­ins. Arna kvaðst ekki hafa heyrt frá héraðssak­sókn­ara í 17 mánuði, þegar hún lagði fram kröf­una í janú­ar, sem færi í bága við saka­mála­lög.

Einnig byggði Arna kröfu sína á því að rann­sókn­ málsins hafi verið stýrt af Finni Þór Vil­hjálms­syni, en hann er bróðir Inga Freys Vil­hjálms­son­ar, blaðamanns á Heim­ild­inni. 

Lögmaður Örnu, Halldór Brynjar Halldórsson, nefndi meðal ann­ars að Finn­ur Þór væri van­hæf­ur vegna vensla við Inga Frey, en hann skrifað mikið um málið og var einn af þeim sem hafði um­sjón með sam­an­tekt gagna sem af­hent voru héraðssak­sókn­ara.  

Sama dag og niðurstaða héraðsdóms var birt var greint frá því að Ingi Freyr hefði stöðu sak­born­ings í rann­sókn á máli þar sem Arna kem­ur við sögu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert