Heimkaup lengja opnunartímann til kl. 22

Katrín Aagestad Gunnarsdóttir.
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir.

Netverslunin Heimkaup hefur lengt opnunartíma sinn. Frá og með deginum í dag geta viðskiptavinir pantað vörur til klukkan 22 á kvöldin og fengið sent heim á undir 60 mínútum með hraðsendingarfyrirtækinu Wolt eða sótt í vöruhús Heimkaupa að Faxafeni 14.

Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsmála, segir í samtali við Morgunblaðið að samhliða nýtilkomnu samstarfi við Wolt hafi verið ákveðið að auka þjónustuna með þessum hætti. „Hingað til höfum við lagt áherslu á sendingar yfir dag og seinnipart en með þessari þjónustuaukningu sjáum við stór tækifæri til að sinna betur eftirspurninni sem er að myndast á kvöldin. Þannig hafa viðskiptavinir okkar meira svigrúm til að panta og fá matvöruna, snyrtivöruna eða vínið með matnum beint heim að dyrum. Það getur verið þægilegt ef eitthvað vantar á síðustu stundu,“ útskýrir Katrín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK