„Fæstum þykir sinn sjóður of þungur"

Viðskiptaráð Íslands vill aukna hagræðingu á skilvirkni á opinberum sjóðum.
Viðskiptaráð Íslands vill aukna hagræðingu á skilvirkni á opinberum sjóðum.

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur sem miða að því, hvernig megi fækka opinberum sjóðunum og auka hagkvæmni í rekstri þeirra.

Tillögurnar myndu spara tæplega 2.600 milljónir króna miðað úthlutanir á árinu 2022 og lækka umsýslukostnað um tæplega þriðjung. Það ár úthlutaði ríkið 22,5 milljörðum króna, gegnum 79 opinbera sjóði, sem eru fjármagnaðir af stjórnvöldum, sem eiga að styðja og efla ýmsa greinar samfélagsins, en umsýslukostnaður sjóðanna nam tæpum milljarði króna.

Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs sem ber yfirskriftina: Fæstum þykir sinn sjóður of þungur, sem ráðið birti í dag. 

Viðskiptaráð telur að víða eru tækifæri fyrir ríkið til að auka bæði skilvirkni í rekstri og hagræðingu, þar sem sjóðirnir eru of margir og skortur er á yfirsýn.

Hagræða og lækka umsýslukostnað

Tillögunum er skipt í þrjá flokka, í fyrsta lagi ber afleggja 11 sjóðum eða fjármunum veitt milliliðalaust til viðkomandi aðila, sem leiðir sparnaðar á umsýslukostnað og úthlutunarfé. Í öðru lagi sameina 23 sjóði sem skarast á með einhverjum hætti og styrkja sambærilega verkefni eða vinna að sömu markmiðum, í einn sjóð. Sameiningin sjóða myndi leiða og hagræðingar í umsýslukostnaði, með það fyrir augum að ná betri nýtingu fjármuna í að styðja við skilgreind markmið sjóðanna. Í þriðja lagi leggur ráðið til endurskoðun á umhverfi sjóðanna, með það að markmiði að auka bæði hagræði og skilvirkni í rekstri sjóðanna, sem um leið bætir yfirsýn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK