Stjórn Sjómannafélagsins fordæmd

Sjómenn að störfum.
Sjómenn að störfum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Átta félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem höfðu með undirskriftalista krafist fundar í félaginu hafa krafist þess að fá svar við beiðninni. Vinnubrögð stjórnar félagsins eru fordæmd. „Að móttaka listans hafi ekki einu sinni verið staðfest við okkur er fyrir neðan allar hellur,“ segir í bréfinu, sem var sent fjölmiðlum.

Fram kemur að óboðlegt sé að krafan hafi verið lesin, samkvæmt fjölmiðlun, en henni ekki svarað. Talað er um hroka stjórnar í garð félagsmanna.

„Að forðast að taka ábyrgð á gjörðum sínum er félaginu til mikillar minnkunar og skaðar ímynd okkar allra. Skortur á viðbrögðum ykkar hefur grafið undan félaginu og starfi þess, en jafnframt hagsmunum okkar sjómannanna sem í félaginu erum,“ segir í bréfinu.

Þar kemur einnig fram að rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hafi ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið.

Bréfið í heild sinni:

Til formanns og stjórnar Sjómannafélags Íslands.

Við félagsmenn í Sjómannafélaginu sem höfum sett nafn okkar á undirskriftarlistann sem krefst félagsfundar krefjumst nú svars við beiðni okkar, að móttaka listans hafi ekki einu sinni verið staðfest við okkur er fyrir neðan allar hellur. Að við, félagið sjálft, heyrum í fjölmiðlum að krafan hafi verið lesin en okkur ekki svarað er óboðlegt. Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna.

Að forðast að taka ábyrgð á gjörðum sínum er félaginu til mikillar minnkunar og skaðar ímynd okkar allra. Skortur á viðbrögðum ykkar hefur grafið undan félaginu og starfi þess, en jafnframt hagsmunum okkar sjómannanna sem í félaginu erum. Þessi framkoma formanns og stjórnar eru algjörlega ólíðandi, en í stað þess að vinna að málefnum félagsins og félagsmanna, hafið þið farið þá leið, með skorti á viðbrögðum, að níða skóinn af félaginu og félagsmönnum með því að taka ekki afstöðu svo eftir því er tekið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið nú sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og krefjumst við svara strax.

Sigurður Jóhann Atlason

Rúnar Gunnarsson

Davíð Sigurðsson

Sæþór Ágústsson

Sigurdór Halldórsson

Ólafur Ingvar Kristjánsson

Júlíus Jakobsson

Friðrik Elís Ásmundsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 427,04 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 570,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 243,38 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 169,51 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 157,13 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,74 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 1.601 kg
Þorskur 163 kg
Skarkoli 103 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.895 kg
29.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.749 kg
Þorskur 166 kg
Samtals 1.915 kg
29.4.24 Uggi VE 272 Handfæri
Þorskur 696 kg
Ufsi 9 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 709 kg
29.4.24 Þrasi VE 20 Handfæri
Þorskur 1.020 kg
Ýsa 9 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.031 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 427,04 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 570,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 243,38 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 169,51 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 157,13 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,74 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 1.601 kg
Þorskur 163 kg
Skarkoli 103 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.895 kg
29.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.749 kg
Þorskur 166 kg
Samtals 1.915 kg
29.4.24 Uggi VE 272 Handfæri
Þorskur 696 kg
Ufsi 9 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 709 kg
29.4.24 Þrasi VE 20 Handfæri
Þorskur 1.020 kg
Ýsa 9 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.031 kg

Skoða allar landanir »