Vilja koma í veg fyrir drauganet í hafi

Golþorskur tekinn úr netum. Dæmi eru um að net séu ...
Golþorskur tekinn úr netum. Dæmi eru um að net séu skilin eftir í sjó. mbl.is/Alfons Finnsson

Talið er að veiðarfæraúrgangur nemi allt að 1.100 tonnum á ári. Leitað er leiða til að auka skil og koma í veg fyrir drauganet í sjó.

Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni, Miðflokki.

Drauganet eru þau net sem týnst hafa úr trossu, rekur um og fiskar og önnur sjávardýr festast í, drepast og rotna. Dæmi eru um að net séu skilin eftir í sjó.

Þingmaðurinn spurði m.a. hvernig unnið væri að því að ná drauganetum upp úr sjó, þ.e. veiðarfærum sem liggja eða fljóta gagnslaus um í sjó og hafa skaðleg áhrif á lífríki hafsins.

Fiskistofa leigir skip

Ráðherra svaraði því til að samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefði Fiskistofa í nokkrum tilvikum leigt fiskiskip til að draga upp veiðarfæri sem skilin hefðu verið eftir í sjó eftir lok viðkomandi veiða/vertíðar.

Vinna er í gangi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í því skyni að efla forvarnir á þessu sviði, t.d. með skráningu veiðarfæra svo að unnt sé að rekja þau til eigenda og með því að setja tilkynningaskyldu á þá sem verða varir við drauganet.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.19 292,20 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.19 358,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.19 424,00 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.19 129,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.19 111,89 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.19 131,53 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 14.6.19 225,21 kr/kg
Litli karfi 11.6.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.6.19 51,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.6.19 Hafsvala BA-252 Grásleppunet
Grásleppa 1.771 kg
Samtals 1.771 kg
15.6.19 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 2.739 kg
Langa 530 kg
Ýsa 356 kg
Keila 260 kg
Hlýri 164 kg
Ufsi 131 kg
Steinbítur 45 kg
Karfi / Gullkarfi 36 kg
Samtals 4.261 kg
15.6.19 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Hlýri 234 kg
Þorskur 74 kg
Karfi / Gullkarfi 49 kg
Ýsa 45 kg
Keila 25 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 433 kg

Skoða allar landanir »