Fundu IPN-veiru í sjókvíalaxi

Lax að lokinni slátrun úr laxeldi. Mynd úr safni.
Lax að lokinni slátrun úr laxeldi. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Veira sem valdið getur sjúkdómnum brisdrepi í fiskum hefur greinst í laxi úr sjókví Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar, sem segir þetta í fyrsta sinn sem IPN-veiran greinist í laxi á Íslandi. Hún var þó staðfest í lúðu árið 1999.

Veiran uppgötvaðist í kjölfar sýnatöku við reglubundið innra eftirlit hjá fyrirtækinu, en laxinn sem veiran greindist í er að sögn MAST heilbrigður og ástand laxa í kvíum almennt gott. Veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum.

Þótt veiran hafi greinst hefur brisdrep (e. Infectious Pancreatic Necrosis — IPN) ekki enn komið upp í löxum, en brisdrep getur valdið tjóni í eldi einkum í ferskvatnseldi á seiðum. Eru afföll algengust í eldi smáseiða í ferskvatni og í stálpuðum seiðum sem flutt eru smituð úr seiðastöð í sjókvíar.

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum vinnur nú að nánari staðfestingu og skilgreiningu á arfgerð veirunnar í samvinnu við rannsóknastofu Evrópusambandsins í veirusjúkdómum lagardýra í Danmörku, en meinvirkni veirunnar er mismunandi milli arfgerða.

IPN-veiran hefur enn ekki greinst í ferskvatnseldi á Íslandi, en umfangsmikil vöktun á veirunni hófst í klak- og seiðastöðvum árið 1985, jafnt í eldisfiski sem villtum laxi, að því er fram kemur á vef MAST.

Veiran er útbreidd í vatna- og sjávardýrum á heimsvísu, bæði í villtu umhverfi og eldi. Þekkt er að eldri fiskur í sjó geti tekið smit úr umhverfi án þess að sýna sjúkdómseinkenni og má leiða líkur að því að veiran hafi borist í laxinn úr umhverfi.

Matvælastofnun hefur í varúðarskyni sett dreifingarbann á starfsstöð fyrirtækisins að Bjargi í Reyðarfirði sem mun gilda þar til slátrað hefur verið úr sjókvíunum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.12.19 526,97 kr/kg
Þorskur, slægður 13.12.19 394,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.12.19 390,88 kr/kg
Ýsa, slægð 13.12.19 337,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.12.19 126,54 kr/kg
Ufsi, slægður 13.12.19 121,09 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 13.12.19 297,61 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.19 207,03 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.12.19 Sæli BA-333 Lína
Þorskur 383 kg
Steinbítur 124 kg
Langa 121 kg
Samtals 628 kg
14.12.19 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 9.587 kg
Ýsa 775 kg
Keila 388 kg
Steinbítur 268 kg
Ufsi 41 kg
Samtals 11.059 kg
14.12.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 1.499 kg
Samtals 1.499 kg
14.12.19 Patrekur BA-064 Lína
Langa 950 kg
Þorskur 151 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 113 kg
Ýsa 61 kg
Karfi / Gullkarfi 36 kg
Keila 17 kg
Samtals 1.445 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.12.19 526,97 kr/kg
Þorskur, slægður 13.12.19 394,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.12.19 390,88 kr/kg
Ýsa, slægð 13.12.19 337,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.12.19 126,54 kr/kg
Ufsi, slægður 13.12.19 121,09 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 13.12.19 297,61 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.19 207,03 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.12.19 Sæli BA-333 Lína
Þorskur 383 kg
Steinbítur 124 kg
Langa 121 kg
Samtals 628 kg
14.12.19 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 9.587 kg
Ýsa 775 kg
Keila 388 kg
Steinbítur 268 kg
Ufsi 41 kg
Samtals 11.059 kg
14.12.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 1.499 kg
Samtals 1.499 kg
14.12.19 Patrekur BA-064 Lína
Langa 950 kg
Þorskur 151 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 113 kg
Ýsa 61 kg
Karfi / Gullkarfi 36 kg
Keila 17 kg
Samtals 1.445 kg

Skoða allar landanir »