Jörundur mokaði peningum

Minnismerki um Jörund, brjóstmynd sem Ríkarður Jónsson myndskeri útbjó, er …
Minnismerki um Jörund, brjóstmynd sem Ríkarður Jónsson myndskeri útbjó, er á áberandi stað í Hrísey og fer ekki fram hjá neinum. Að baki er stórhýsið Syðstibær sem reist var snemma á 20. öldinni en þar komu að verki Svanhildur, dóttir Hákarla-Jörundar, og Páll Bergsson, kaup- og útgerðarmaður. mbl.is/Sigurður Bogi

„Jörundur var maður sem braust úr fáækt til góðra efna. Var ef til vill réttur maður á réttum stað og tíma. Slíkar sögur hafa alltaf höfðað sterkt til Íslendinga,“ segir Friðrik G. Olgeirsson. Út kom á dögunum bókin Hákarla-Jörundur, sem er ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns og útvegsbónda í Hrísey. Á síðustu áratugum hefur Friðrik skrifað alls 25 sagnfræðirit, meðal annars um atvinnuhætti og byggðir landsins.

„Frásagnir af Jörundi hafa fylgt mér síðan í æsku,“ segir Friðrik um sögupersónu sína. Jörundur Jónsson fæddist á jóladag árið 1826 á Kleifum við Ólafsfjörð.

Frásagnir af Jörundi hafa fylgt mér síðan í æsku, segir …
Frásagnir af Jörundi hafa fylgt mér síðan í æsku, segir Friðrik G. Olgeirsson um sögupersónu sína og 25. bókina sem hann skrifar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég er sjálfur frá Ólafsfirði og forvitinn strákur sem hafði áhuga á samfélagi sínu og umhverfi komst ekki hjá því að heyra Jörundar getið. Og vissulega skóp hann sér nafn en talsvert þarf til svo maður fæddur fyrir tæplega 200 árum sé ekki öllum gleymdur. Skýringin á því er kannski sú að Jörundur komst inn í hina viðurkenndu Íslandssögu, varð af 19. aldar mönnum sem stunduðu útgerð þar jafnoki Ásgeiranna á Ísafirði og Péturs Thorsteinssonar á Bíldudal svo einhverjir séu nefndir. Jörundur var þó ekki með verslunarrekstur eins og þeir Vestfirðingarnir,“ segir Friðrik.

Slitrur til að skapa mynd

Óvænt var, þegar Friðrik fór að kynna sér sögu Jörundar, hve fáar skráðar og öruggar heimildir um Jörund voru í rauninni tiltækar. „Ég varð því að byggja talsvert til dæmis á kirkjubókum og öðrum slíkum opinberum færslum, verslunarskýrslum, manntali og svo framvegis. Finna síðan slitrur hér og þar og setja þannig saman heildstæða mynd af manni, sem sannarlega markaði þáttaskil.“

Jörundur Jónsson missti móður sína ungur. Fór frá Ólafsfirði strax á unglingsaldri til móðurfólks síns sem bjó í Dalsmynni og Höfðahverfi við austanverðan Eyjafjörð. Fékk þar tækifæri; fór að stunda sjóinn og var ungur gerður að formanni á bát. Vann sig áfram stig af stigi. Fluttist svo með fjölskyldu sinni í Hrísey árið 1862 og settist að í Syðstabæ. Um það leyti var blómatími hákarlaveiða við Ísland runninn upp, en þær voru einkum stundaðar við norðanvert landið, þá hvað mest á Eyjafjarðarsvæðinu. Fyrst voru stór áraskip, síðan 35-40 þilskip í útgerð þessari sem átti sitt blómaskeið frá miðri 19. öldinni fram til um 1880.

Þarna blandaði Jörundur sér í leikinn og kom til Hríseyjar með eitt skip og tvo til þrjá árabáta. Honum óx ásmegin á alla lund og komst í álnir. Veiðarnar voru stundaðar frá útmánuðum fram í sumarbyrjun og inntekt sjómanna á skipum Jörundar og annarra var býsna góð.

Eitt af því sem minnir á stórútgerð síns tíma er …
Eitt af því sem minnir á stórútgerð síns tíma er hákarlaskipið Ófeigur af Ströndum sem varðveitt er á byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikil verðmæti sköpuð

„Hákarlaveiðin var drjúgur atvinnuvegur á Norðurlandi á síðari hluta 19. aldarinnar,“ segir Friðrik. „Verðmætin lágu fyrst og fremst í lýsinu, en á árunum 1862-1875 voru á ári hverju fluttar út um 9.000 tunnur af lýsi, þá fyrst og fremst af því sem féll af hákarli. Varan var eftirsótt og verðið rauk upp, því á þessum tíma var farið að nýta afurðina sem ljósmeti fyrir götulýsingu í Kaupmannahöfn. Hákarlamenn bókstaflega mokuðu inn peningum – svo við Eyjafjörð varð raunveruleg fjármunamyndun. Tæplega er tilviljun að nokkrir af fyrstu sparisjóðum landsins voru einmitt á Norðurlandi.“

Friðrik undirstrikar að eðlilega hafi gengið á ýmsu í lífi Jörundar, sem var tvíkvæntur – en fyrri kona hans lést af barnsförum. Honum hafi þó gengið flest að sólu í lífi og starfi og barnalánið var mikið. Og auk sjósóknar var Jörundur sömuleiðis stórbóndi; var með um 350 fjár í Hrísey sem var stórbú á mælikvarða síns tíma. Raunar hafi flest viðvíkjandi Jörundi verið stórt í sniðum, svo sem húsið í Syðstabæ sem hann lét reisa og stendur enn. Þar er í dag safn um sögu kappans.

Reisileg byggð er í Hrísey í Eyjafirði.
Reisileg byggð er í Hrísey í Eyjafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Lengra en nefið nær

„Þegar bú Jörundar var gert upp að honum látnum voru eignir þess um 18 þúsund krónur. Til samanburðar má nefna að algeng verðmæti í búum á þessum tíma voru um 2.000 krónur. Þetta hefur sennilega verið nærri því sem stærstu og ríkustu kaupmenn í Reykjavík á þessum tíma höfðu,“ segir Friðrik – sem trúir í aðra röndina að verkefnið að skrifa ævisögu Hákarla-Jörundar hafi verið forlög sín.

„Já, rétt í þann mund sem kórónuveiran var að leggjast yfir landið birtist mér maður í draumi og lagði að mér að skrifa sögu Jörundar. Ég veit ekki hver maðurinn var, en draumurinn var annars mjög skýr. Veit líka þess dæmi að sumir af afkomendum hákarlaskipstjórans gamla sáu lengra en nef þeirra náði og fylgdu draumum og öðrum slíkum skilaboðum. En til að gera langa sögu stutta þá fylgdi ég draumi næturinnar. Strax í dögun hóf ég leit að heimildum um Jörund, sem nú er endurfæddur í bók; sögulegum fróðleik sem ég trúi að eigi erindi við samtímann,“ segir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur að síðustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.11.21 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.21 485,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.21 370,32 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.21 376,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.21 227,47 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.21 276,77 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.21 214,67 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.11.21 307,13 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.11.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 337 kg
Gullkarfi 21 kg
Langa 11 kg
Steinbítur 9 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 386 kg
29.11.21 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.134 kg
Ýsa 414 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.554 kg
29.11.21 Fjóla SH-007 Plógur
Kúfiskur kúskel 1.440 kg
Samtals 1.440 kg
29.11.21 Emilía AK-057 Gildra
Grjótkrabbi / klettakrabbi 1.122 kg
Samtals 1.122 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.11.21 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.21 485,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.21 370,32 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.21 376,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.21 227,47 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.21 276,77 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.21 214,67 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.11.21 307,13 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.11.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 337 kg
Gullkarfi 21 kg
Langa 11 kg
Steinbítur 9 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 386 kg
29.11.21 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.134 kg
Ýsa 414 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.554 kg
29.11.21 Fjóla SH-007 Plógur
Kúfiskur kúskel 1.440 kg
Samtals 1.440 kg
29.11.21 Emilía AK-057 Gildra
Grjótkrabbi / klettakrabbi 1.122 kg
Samtals 1.122 kg

Skoða allar landanir »