Uppáhaldsbók Georgs og Karlottu

Georg og Karlotta kunna að meta góðar barnabókmenntir.
Georg og Karlotta kunna að meta góðar barnabókmenntir. AFP

Vilhjálmur Bretparins upplýsti í vikunni hvaða bók væri ein af uppáhaldsbókum barnanna í Kensington-höll. Svo virðist sem  þau Georg sem er fimm ára og Karlotta sem er þriggja ára vilji láta lesa bókina The Gruffalo fyrir sig. 

Þórarinn Eldjárn þýddi bókina og heitir hún Greppikló á íslensku. Segir bókin frá lítilli mús og ferðalagi hennar um stóran skóg. 

„Ég veit hver þið eruð. Hún er vinsæl á okkar heimili,“ sagði Vilhjálmur þegar hann hitti Julie Donaldson, höfund bókarinnar, og myndskreyti bókarinnar, Axel Scheffler, á mánudaginn samkvæmt People

Bókin er í miklu uppáhaldi í Kensington-höll.
Bókin er í miklu uppáhaldi í Kensington-höll.
Það er lesið fyrir börnin í Kensington-höll.
Það er lesið fyrir börnin í Kensington-höll. AFP
mbl.is