Svona æfir Pippa á lokametrunum

Pippa Matthews á von á sínu fyrsta barni.
Pippa Matthews á von á sínu fyrsta barni. AFP

Pippa Matthews, litla systir Katrínar hertogaynju, á von á sínu fyrsta barni á næstu vikum. Pippa deilir upplifun sinni og ráðum á vef bresku verslunarkeðjunnar Waitrose. Nú á síðustu mánuðunum er Pippa loksins farin að finna fyrir því að hún sé ólétt og er hún meðal annars með verki í bakinu. 

Pippa segir að þrír hlutir hafi reynst henni ómetanlegir en hún hefur verið dugleg að teygja, hugleiða og ganga. „Án þessara þriggja hluta hefði mér svo sannarlega ekki liðið jafn-vel og mér líður nú, og ég vona að þeir muni halda áfram að halda mér heilbrigðri og í jafnvægi næstu mánuði og ár,“ skrifar Pippa í pistli sínum. 

Pippa skráði sig í hugleiðslutíma fyrir byrjendur á meðgöngunni þar sem hún lærir að hugleiða tvisvar á dag í 20 mínútur. Í hugleiðslunni fer hún með möntrur sitjandi bein í baki með lokuð augu. Er hugmyndin að hugleiðslan fái fólk til þess að hvílast betur en þegar það sefur. 

Systur hertogaynjunnar finnst gott að teygja, sérstaklega á aftanverðu lærinu, náranum og neðra bakinu. Pippa tók saman nokkrar teygjur sem hafa hjálpað henni að undaförnu. Hún hvetur konur þó til að fara varlega í teygjunum. 

Að lokum mælir Pippa, sem er þekkt fyrir að hreyfa sig mikið, með því að ganga. 

Hér má sjá teygjurnar sem Pippa Matthews gerir á síðustu ...
Hér má sjá teygjurnar sem Pippa Matthews gerir á síðustu vikum meðgöngu sinnar. Skjáskot/Waitrose
Pippa Matthews.
Pippa Matthews. AFP
mbl.is