Krúttlegustu sexburar í heimi

Sexburafjölskyldan setti þessa mynd á Instagram af sexburunum, móðirinni og ...
Sexburafjölskyldan setti þessa mynd á Instagram af sexburunum, móðirinni og þremur eldri bræðrum þeirra. skjáskot/Instagram

Í vikunni fögnuðu sexburar bandarísku hjónanna Eric og Courtney Waldrop eins árs afmæli. Sexburarnir hafa vakið heimsathygli en fjölskyldan er komin með sína eigin þætti sem fjalla um líf barnanna og þriggja eldri bræðra þeirra. 

Sexburarnir komu í heiminn í fyrra með keisaraskurði eftir 30 vikna meðgöngu. Foreldrarnir fengu aðstoð við að eignast börnin eftir að hafa gengið í gegnum nokkur fósturlát. 

Blu, Layke, Rawlings, Rayne, Rivers og Tag eru yfirmáta krúttlegir og segir móðirin í viðtali við People að sexburarnir séu að þroskast og sex mismunandi persónuleikar eru að að koma í ljós. 

Afmælinu var að sjálfsögðu fagnað með myndatöku og fengu öll afmælisbörnin sína köku. 

View this post on Instagram

Oh my!!!! Can y’all believe these babies are almost ONE YEAR OLD!!! Thank you Lindsay Walker for these precious pictures today!!! @lindsaywalkerphotography

A post shared by Sweet Home Sextuplets (@gods_divine_nine) on Dec 2, 2018 at 5:57pm PST

View this post on Instagram

Fruit loop fun this morning!! I think our dog is lovin that the babies drop half their food on the floor at every single meal!! 🙈🤪🙈

A post shared by Sweet Home Sextuplets (@gods_divine_nine) on Nov 28, 2018 at 8:35am PST
mbl.is