„Barnlausir hafa ekki hugmynd!“

Einn vinsælasti uppistandari Bretlands, Michael McIntyre, hefur komið til Íslands …
Einn vinsælasti uppistandari Bretlands, Michael McIntyre, hefur komið til Íslands og skemmt landsmönnum. mbl.is/Eggert

Ef þú ert sú/sá sem ert barnlaus en ert ávalt að gefa foreldrum ráð þá ættir þú að bíða með það og horfa á myndskeið með einum vinsælasta uppistandara Bretlands Michael McIntyre . Hann segir einföldustu hluti verða mjög flókna þegar börn eru komin í spilin. Að þeir sem eiga ekki börn geti ekki haft hugmynd um hvernig líf með börnum sé. 

„Þið sem eigið ekki börn, og ætlið út, gangið einfaldlega út heima hjá ykkur. Við sem eigum börn getum ekki gert það. Þriggja ára barnið mitt kemur sem dæmi aldrei niður af annarri hæð þegar við ætlum út. Í hvert skiptið sem við ætlum að yfirgefa húsið, þurfum við að plata barnið og segja að við séum farin. Við setjum í gang farsa, förum út og kveðjum. Þá fáum við samviskubit, förum aftur inn og biðjum barnið afsökunar sem hefur lítil áhrif því barninu langar ekki út.“

Barnlaust fólk hefur ekki heldur hugmynd um hvernig er að aka með börn að mati McIntyre. Barnlausir velja sér fallegt lag að hlusta á og þeytast síðan um götur borgarinnar. Á sama tíma eru foreldrar að hlusta barnatónlist, eru stöðugt að horfa í baksýnisspegilinn til að athuga hvernig börnin hafa það. Þá er óvíst hvort börnin eru ennþá í sætum sínum eða hvort þau séu hálf út úr aftursætisglugganum og þar fram eftir götunum. 

Myndbandið er skemmtilegt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert