Neita því að vera að ættleiða son

Nicole Kidman og Keith Urban eiga tvær dætur saman.
Nicole Kidman og Keith Urban eiga tvær dætur saman. mbl.is/AFP

Stjörnuhjónin Nicole Kidman og Keith Urban eru ekki að ættleiða son eins og einstaka slúðurmiðlar hafa greint frá. Slúðurlöggan, Gossip Cop, fékk það staðfest hjá talsmönnum hjónanna að ekkert væri til í fréttunum um ættleiðinguna. 

Heimildarmaður blaðsins Woman's Day sagði Kidman sem er 52 ára vera meðvitaða um að hún væri ekki að verða yngri. Þau langaði þó bæði til þess að eignast annað barn. Ættleiddur strákur varð fyrir því valinu samkvæmt fréttinni enda á Urban ekki strák. Voru þau sögð búin að fylla út pappíra sem fylgja ættleiðingu. 

Talsmaður tónlistarmannsins sagði ekkert til í því að Urban væri að ættleiða dreng með eiginkonu sinni. Talsmaður leikkonunnar sagði einnig að enginn sannleikur væri í fréttaflutningnum. 

Urban og Kidman eiga saman tvær dætur en eldri dóttir þeirra kom í heiminn þegar Kidman var 41 árs. Yngri dóttir þeirra kom síðan í heiminn árið 2010 með hjálp staðgöngumóður. Áður átti Kidman tvö ættleidd börn með leikaranum Tom Cruise en þau áttu í erfiðleikum með að eignast börn. 

Nicole Kidman og Keith Urban eru alltaf jafnástfangin eins og …
Nicole Kidman og Keith Urban eru alltaf jafnástfangin eins og þau sýndu í maí en eru þau ekki að stækka fjölskylduna. mbl.is/AFP
mbl.is