Psalm alveg eins og Chi

Psalm og Chicago eru nokkuð lík.
Psalm og Chicago eru nokkuð lík. Samsett mynd

Psalm West, nýjasti meðlimur konungsfjölskyldunnar í Los Angeles, þykir nauðalíkur stóru systur sinni Chicago West. 

Psalm, eða Sálmur litli, er tveggja mánaða og af myndinni að dæma sem mamma hans Kim Kardashian birti í vikunni braggast hann vel. Kardashian hefur áður sagt að hann líti út fyrir að vera tvíburabróðir Chicago.

Hann er fjórða barn þeirra Kardashian og Kanye West. Hann kom í heiminn þann 9. maí síðastliðinn en staðgöngumóðir gekk með hann líkt og systur hans Chicago. Chicago er aðeins rúmu ári eldri en Psalm en hún fæddist í janúar 2018. 

Kardashian gekk með eldri börnin sín tvö, en varð alvarlega veik á báðum meðgöngunum og því ákváðu þau að notast við staðgöngumóður með yngri börnin sín tvö. 

Nokkrum dögum eftir að Psalm litli kom í heiminn sagði Kardashian á samfélagsmiðlum að hún hafi ekki þurft að hafa nokkrar áhyggjur því litli drengurinn væri vær og góður.

View this post on Instagram

My boys 🖤🖤

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Jun 17, 2019 at 9:39am PDT

mbl.is