Eiga von á fimmta barninu stuttu eftir fósturmissi

Hilaria og Alec Baldwin eiga von á barni.
Hilaria og Alec Baldwin eiga von á barni. mbl.is/AFP

Hjónin Alec og Hilaria Baldwin eiga von á sínu fimmta barni saman. Frú Baldwin greindi frá gleðitíðindunum á Instagram þrátt fyrir að vera komin afar stutt á leið. Í vor misstu þau fóstur og er Baldwin leið á feluleiknum í kringum fyrstu mánuðina. 

Leikarinn sem er 61 árs og jógakennarinn sem er 35 ára eiga nú þegar fjögur börn saman, fædd 2013 og seinna. Fyrir á leikarinn dóttur með Kim Basinger, Ireland Baldwin, sem er fædd árið 1995. 

„Það er enn mjög snemmt... en við höfum komist að því að það er lítil manneskja inni í mér,“ skrifaði frú Baldwin á Instagram og sagðist vera sérstaklega ánægð með að heyra hjartsláttinn eftir missinn síðasta vor. „Við viljum deila þessum fréttum þar sem við erum spennt og viljum ekki fela óléttuna.“

Frú Baldwin segir fyrstu mánuðina vera erfiða og segist hún ekki vilja þykjast líða vel. Hún biður ljósmyndara um að elta sig ekki þar sem hún vill reyna eiga rólega meðgöngu. 

View this post on Instagram

When you’ve had so many babies, 6 minutes pregnant = looking like 6 months pregnant 🤦🏻‍♀️🤰🏻🍉

A post shared by Hilaria Thomas Baldwin (@hilariabaldwin) on Sep 18, 2019 at 11:15am PDTmbl.is