Leyfir Harper stundum að mála sig

Mæðgurnar leika sér saman með snyrtivörur.
Mæðgurnar leika sér saman með snyrtivörur. Skjáskot/Instagram

Tískuhönnuðurinn Victoria Beckham viðurkenndi í viðtali að hún leyfi stundum 8 ára gamalli dóttur sinni, Harper, að mála sig. Sú stutta fær þó ekki að fara út úr húsi máluð. 

Beckham sagði að það væri eitthvað sem þeim fyndist skemmtileg að gera, leika sér saman með snyrtivörur. Harper varð 8 ára í sumar og er yngst fjögurra systkina. 

„Ég fæ auðvitað ekki að fara út úr húsi máluð, en ég held það sé virkilega frábær hlutur sem þú getur gert með dóttur þinni. Leika sér með snyrtidót og hafa gaman,“ sagði Beckham.

Beckham segist ekki bara deila snyrtidótinu sínu með dóttur sinni heldur einnig eiginmanni sínum David Beckham. „David stelur hundrað prósent af snyrtivörunum mínum. Við deilum snyrtivörum,“ sagði hún.

Á dögunum gaf hún út snyrtivörulínu ásamt Sarah Creal og segir að þær hafi reynt að hanna snyrtivörur fyrir framtíðina sem sameina litríkar snyrtivörur, húðumhirðu og heilsu. 

mbl.is