Fannst erfitt að fara að vinna eftir fæðingu

Amy Schumer fannst erfitt að fara frá syni sínum á …
Amy Schumer fannst erfitt að fara frá syni sínum á daginn. Skjáskot/Instgram

Amy Schumer fagnaði fimm mánaða afmæli sonar síns á dögunum. Hún segir það hafa verið erfitt að snúa aftur til vinnu. Segist hún finna til vegna þess hve mikið hún elskar barnið sitt. Grínleikkonan greindi frá því á Instagram að það hafi verið gott að mæta aftur til vinnu en á sama tíma tók það á. 

„Ég var með svo miklar áhyggjur af því og var hrædd við að fara að vinna aftur þegar hann var þriggja mánaða. Ég grét í nokkra daga af söknuði. En það hefur aðallega verið gott að fara aftur að vinna og fjarlægðin gerir mig að betri móður og ég kann betur að meta tímann okkar saman,“ skrifar Schumer. 

Hollywood-stjarnan tekur það þó fram að hún hafi það töluvert betra en margir aðrir en vildi samt sem áður deila sinni reynslu.

mbl.is