Fannst erfitt að fara að vinna eftir fæðingu

Amy Schumer fannst erfitt að fara frá syni sínum á ...
Amy Schumer fannst erfitt að fara frá syni sínum á daginn. Skjáskot/Instgram

Amy Schumer fagnaði fimm mánaða afmæli sonar síns á dögunum. Hún segir það hafa verið erfitt að snúa aftur til vinnu. Segist hún finna til vegna þess hve mikið hún elskar barnið sitt. Grínleikkonan greindi frá því á Instagram að það hafi verið gott að mæta aftur til vinnu en á sama tíma tók það á. 

„Ég var með svo miklar áhyggjur af því og var hrædd við að fara að vinna aftur þegar hann var þriggja mánaða. Ég grét í nokkra daga af söknuði. En það hefur aðallega verið gott að fara aftur að vinna og fjarlægðin gerir mig að betri móður og ég kann betur að meta tímann okkar saman,“ skrifar Schumer. 

Hollywood-stjarnan tekur það þó fram að hún hafi það töluvert betra en margir aðrir en vildi samt sem áður deila sinni reynslu.

View this post on Instagram

5 months today and like all moms I love him so much it hurts. Im feeling strong and good and like I’m still a human being with interests and ambitions and goals I’m excited to reach. It’s felt good to be back at work. I was so worried about it and was afraid to go back after he was 3 months old. A couple days I’ve cried from missing him. But it’s mostly good to be back and the breaks energize me to be a better mom and appreciate our time even more. I have it a lot easier than many people but I wanted to share my experience. 🥰 what was your going back to work experience?

A post shared by @ amyschumer on Oct 5, 2019 at 7:54pm PDT

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu