Auddi vildi kaupa kopp fyrir ófætt barn sitt

Auðunn Blöndal er að verða pabbi með öllu sem því …
Auðunn Blöndal er að verða pabbi með öllu sem því tilheyrir. Samsett mynd

Sjónvarpsstjarnan Auðunn Blöndal eða Auddi eins og hann er kallaður á von á sínu fyrsta barni með kærustu sinni, Rakel Þormars­dótt­ur. Það er farið að styttast í komu barnsins og þau Auddi og Rakel byrjuð að að sanka að sér því allra nauðsynlegasta eins og sjónvarpsstjarnan greindi frá á Twitter. 

Erfitt getur verið að átta sig á því hvað er nauðsynlegt og hvað ekki þegar ungabörn eru annars vegar. Auddi var þó líklega fullbjartsýnn þegar hann stakk upp á því að kaupa kopp fyrir ófætt barn sitt. Fyrst um sinn þarf hann að öllum líkindum að skipta um bleyjur eins og aðrir foreldrar. 

Erum að versla nauðsynjar fyrir ófætt barn okkar og ég spurði hvort við þyrftum ekki að kaupa kopp? Miðað við hláturinn hennar Rakelar verður þetta mín síðasta spurning í þessari búð!“ tísti Auddi. 

mbl.is