Verður skilnaðarbarn á fertugsaldri

Chrissy Teigen ásamt móður sinni, Vilailuck Teigen, og syni sínum …
Chrissy Teigen ásamt móður sinni, Vilailuck Teigen, og syni sínum Miles Theodore Stephens í september. Móðir hennar stendur í skilnaði. AFP

Ofurfyrirsætan Chrissy Teigen verður 34 ára í lok nóvember en hún er fyrst að verða skilnaðarbarn núna. Faðir hennar hefur sótt um skilnað frá móður hennar að því fram kemur á vef People

Mun algengara er að börn verði skilnaðarbörn þegar þau eru á barnsaldri eða unglingar. Stundum eru börn jafnvel talin heppin ef þau muna ekki eftir skilnaðarferlinu. Þrátt fyrir að vera á fertugsaldri er Teigen þó barn foreldra sinna. 

Í janúar á síðasta ári greindi fyrirsætan frá því að móðir sín væri flutt heim til sín. Sagði hún jafnframt að faðir sinn ætti heima í tíu mínútna fjarlægð og kæmi að heimsækja þau á hverjum degi. Nú virðast foreldrar hennar þó hafa ákveðið að taka næsta skref og skilja. 

Chrissy Teigen á sjálf tvö börn með eiginmanni sínum John …
Chrissy Teigen á sjálf tvö börn með eiginmanni sínum John Legend. AFP
mbl.is